Blúshátíð
Í tilefni Blúshátíðarinnar, sem verður haldin á Hilton 16. og 17. apríl, hafa kokkarnir á VOX töfrað fram glænýjan seðil! Boðið verður upp á sérstaka hátíðarmáltíð, þar sem ferskt íslenskt lambakjöt verður í algjöru aðalhlutverki.
Kjötið er sérvalið frá Langholti í Bæjarsveit og hefur hangið í rúma viku og aldrei frosið. Kjötið er síðan meðhöndlað af alúð í handverksframleiðslunni í Brákarey, áður en það er síðan matreitt og borið á borð fyrir gesti á VOX. Er hægt að hugsa sér betri hátíðarmat?
Blússeðill
Hörpuskels crudo
Noisette, soja, sýrður rjómi, radísur, stökkt ger
Bökuð Rauðrófa
Piparrót, kartöflur, makadamian hneta, grænkál
Kolagrillaður Lax
Blómkálssveppir, kerfilmauk, heslihnetur, hvítvínssósa
Hægeldað Lambarif
Lamba krókettur, grillaðar gulrætur, pikklað fennel, lamba soðsósa
Profiteroles
Vatnsdeigsbolla fyllt með mars súkkulaði mús, pekan crumble, serrí sósa
Verð: 12.900
Tryggðu þér borð í sérstaka hátíðarmatseðilinn okkar!