Fara í efni

Food & Fun

Hin árlega matreiðsluhátíð, Reykjavík Food & Fun, verður haldin dagana 12. – 16. mars og við hjá VOX munum að sjálfsögðu taka þátt.

Að þessu sinni er það Tiago Rosa frá Portúgal sem mun leiða eldhúsið okkar og bjóða gestum uppá sérhannaðan matseðil, þar sem áherslan er lögð á sjálfbæra og grænmetismiðaða matargerð úr hágæða íslensku hráefni.

Tiago Rosa x Vox - Fjögura rétta seðill 

Chawanmushi + Blómkál + Dashi
- Chawanmushi búðingur / Karamellað blómkál / Trufflu kaffi olía

Kartafla + Piparrót + Grænkál
- Kartöflupönnukaka / Piparrótasósa / Grilluð grænkálsolía

Bleikja + Ígulker + Laukur
- Bleikja / Ígulkerjakrem / sýrt brennt engifer / Perlulaukur / Wasabi lauf
Meðlæti: Laukate með þangi og engifer, toppað með svartri piparolíu

 Brauð + Krydd
   - Klístrað brauð / Múskat og tonka bauna krem / Einiberjaís

 Petit Four - súkkulaði fudge

Bóka borð

Tiago Rosa starfar sem yfirkokkur á Michelin veitingastaðnum Ark í Kaupmannahöfn. Ark er þekktur fyrir nýstárlega nálgun sína á plöntumiðaða matargerð, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og djarfar bragðtegundir. Í dag telst Ark vera einn af þeim stöðum sem býður upp á mest spennandi matarupplifunina í borginni, en þakka má skapandi aðferðum við matargerð fyrir það.

Tiago segir: „Áhersla mín á plöntumiðaða matargerð byrjaði fyrir um tveimur árum þegar ég gekk til liðs við Ark. Þar hef ég lært að meta fjölbreytileikann og þá dýpt sem fylgir því að þróa nýja grænmetisrétti. Þetta snýst um að kafa ofan í, og greina, nýjar bragðtegundir og áferðir en sömuleiðis að nýta fjölbreytileika grænmetisins. Mér finnst ótrúlega spennandi að prufa mig áfram með ný hráefni og að mínu mati býður plöntumiðuð matargerð upp á endalausa sköpunarmöguleika.‘‘

Aðspurður um markmið sín á Food & Fun hátíðinni svarar Tiago: „Á matseðlinum fyrir Food & Fun hátíðina mun ég leggja áherslu á grænmetismiðaða matargerð og má segja að seðillinn sé smá sýnishorn af því sem við erum að gera á Ark. Auk þess mun ég hafa á matseðlinum rétt með íslenskri bleikju sem er veidd á sjálfbæran hátt. Ég vona að með þessum matseðli geti ég opnað huga fólks fyrir þessari tegund af matargerð og mögulega breytt ákveðnum staðalímyndum - ég vil sýna fólki að grænmeti er skemmtilegt!‘‘